MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983
45
ARCONADA
Frá Helgu Jónsdóttur, fréturiurí Mbl.
f Burgos, Spáni.
LUIS Miguel Arconada, 28 ára,
er fyrsti spænski knattspyrnu-
maðurinn sem leikið hefur 50
leiki með landsliði Spánar.
Luis Arconada, markvörður og
jafnframt fyrirliði spænska
landsliðsins í knattspyrnu, er sá
leikmaður Spánar er flesta
landsleiki hefur spilað eða 50
.talsins. Eins og flestum íslensk-
um knattspyrnuáhugamönnum
er kunnugt er Arconada fyrirliði
liðs síns la Real Sociedad frá San
Sebastián (var mótherji Víkings
í Evrópukeppni meistaraliða sl.
haust).
Arconada kærir sig ekki um að
verða minnst sem fyrirliða.
Hann vill í framtíðinni að allir
félagar hans minnist hvers ann-
ars sem félaga en ekki sem
vinstri útherja eða fyrirliða.
Þann dag sem hann leggur skóna
á hilluna vonar hann að munað
verði eftir honum sem atvinnu-
manni sem ætíð lék með bjart-
sýnishug.
Það er vegna hreinnar hjá-
trúar sem Arconada er ætíð síð-
astur af félögum sínum inn á
völlinn. Eftir hlé birtist hann
alltaf síðastur úr búningsklefun-
um.
Sárustu reynslu lífs síns hefur
Arconada fengið af þeim tveim-
ur heimsmeistarakeppnum sem
hann hefur tekið þátt í. Hann
segir að honum hafi liðið mjög
illa á HM í Argentínu. Hann var
varamarkmaður með spænska
landsliðinu: Dvölin þar var öm-
urleg. Spænska liðinu var haldið
frá öðrum liðum meðan þau
höfðu frjálsar hendur ferða
sinna. Við borðuðum illa og sváf-
um lítið og loks þegar það skild-
ist að liðið var sálfræðilega
niðurbrotið var það of seint.
Þegar ég kom frá Argentínu var
ég kominn að því að yfirgefa
knattspyrnuna fyrir fullt og allt.
Faðir minn ráðlagði mér að fara
burt frá San Sebastián. Þegar
fríinu lauk ákvað ég að halda
áfram með la Real Sociedad. Ég
vildi ekki gefast upp því ég hafði
mikla unun af að leika knatt-
spyrnu."
Mér líkar
illa að vera
álitinn goð-
sögn, segir
spænska
knattspyrnu-
hetjan Luis
Miguel
Arconada
Arconada reykir ekki, hann
þolir ekki einu sinni tóbaksreyk í
bifreið sinni og leyfir því ekki
öðrum að reykja. Hann drekkur
ekki heldur vín með mat. Á
hverjum degi borðar hann
ákveðinn skammt af grænmeti,
kjöti, og ávöxtum. Hann drekkur
aldrei kaffi og þverneitar að
taka inn vítamíntöflur eða önn-
ur lyf eins og títt er um íþrótta-
menn.
Eins og svo margt fþróttafólk
er Arconada hins vegar mjög
hjátrúarfullur. Þegar hann próf-
ar nýjar buxur i fyrsta skipti og
hann er ánægður með þær notar
hann buxurnar þangað til þær
rifna. Hann notar ætíð hvíta
sokka jafnt með la Real og með
landsliðinu.
Arconada var andlega eyði-
lagður eftir HM '82. A þeirri
Arconada setti nýtt spænskt landsleikjamet um daginn í leik íslendinga
og Spanverja i Laugardalsvellinum. Hann er fyrsti spænski knattspyrnu-
madurinn með 50 landsleiki að baki.
stundu gerði hann sér grein fyrir
því að ferill hans sem landsliðs-
maður var í hættu. Hann varð að
þola harða gagnrýni úr öllum
áttum. En eftir faeina mánuði
náði hann sér fullkomlega á
strik and- og líkamlega og á nýj-
an leik varð hann ekki deilumál
manna.
Fyrir keppnina sögðu margir
að Arconada væri þegar goð-
sögn: Ég neitaði þessu alltaf.
Síðar var sagt að ég væri það
ekki, að ég væri eins.og hinir. Ég
er sá sami og áður; það er enginn
munur á Arconada fyrir HM og
eftir keppnina. Mér líkar ekki að
vera álitinn goðsögn því ég hygg
ætíð að ef fólk álítur þig það,
rennur upp sú stund að það verði
að leita að ððrum og reynir að
sýna fram á að þú sért engin
hetja. Það er ósk mín að halda
áfram, að halda jafnvægi í leikj-
um mínum án þess að einhver
reyni að hefja mig hátt. Ég vil
ekki vekja athygli. Ég er ekki
einn af þeim sem er alltof hrif-
inn af viðtölum, að teknar séu^
myndir af mér og öllu því sem
frægðin dregur á eftir sér. Ég
samþykki það því ég geri mér
gren fyrir því að það er hluti af
starfi mínu. Með mikilli ánægju
sinni ég ungum strákum því ég
man að ég var það einnig einu
sinni og ég dáði íþróttamenn,
hvernig þeir léku og hvernig þeir
klæddust.
Ég hef alla tíð verið aðdáandi
la Real. Þegar ég var 4ra ára fór
ég á leiki á Atocha (leikvangur
félagsins) með föður mínum til
þess að sjá la Real spila."
Það hvarflar ekki að Arconada
að skipta um félag. Honum líður
vel hjá la Real. Þar á hann
heima, eins og hann segir sjálf-
ur. Það er ekki aðeins spilað um
peninga þótt það sé einnig lífs-
máti okkar. Þú upplifir knatt-
spyrnuna hérna í San Sebastián
og í öllu Baskalandi á sérstakan
hátt því hún hefur lítið breyst;
þú hefur ekki skipt um treyju.
Mínir litir eru litir la Real því
frá barnsaldri hef ég dáð þá. Ég
skil að með hverjum degi er erf-
iðara að tala um velvild til
ákveðinna lita en hér er það enn
þá mögulegt. Ég hef ekki neinn
áhuga né hug á að skipta um
félag. Aðeins la Real getur
ákveðið skipti mín eða uppsögn.
Aðeins á þeirri stundu þyrfti ég
að hugsa til skiptingar.
í borg eins og San Sebastián
tilheyrir eitt íþróttafélag mikl-
um fólksfjölda, en ekki aðeins fé-
lagsmönnum og aðdáendum.
Núna er talað um þann glæsilega
árangur að tveimur félögum úr
Baskalandi hafi tekist að verða
Spánarmeistarar 3 ár í röð. Það
sýnir aðeins að hér eru góðir
knattspyrnumenn. Ég álít að það
sé mjög mikilvægt fyrir héraðið
að la Real og el Athlétic de
Bilbao hafi sigrað í spænsku
deildarkeppninni síðustu þrjú
árin."
Sjötíu og fimm ára:
Sigurður ísólfsson
fríkirkjuorganisti
í dag á stórafmæli Sigurður ís-
ólfsson, söngstjóri og organisti við
Fríkirkjuna í Reykjavík. Enginn
hefur unnið í kirkjunni við Tjörn-
ina lengur eða betur en hann.
Hálfa öld og fjórum árum betur
hefur þessi snjalli tónlistarmaður
fyllt Fríkirkjuna af glöðunv og
fögrum tónum orgelsins.
Við hugsum okkur stundum
kirkjuna sem skip, þar sem áhöfn
og farþegar sigla hraðbyri móti
bjartri sól guðsríkisins. Það má
nærri geta, hvílík hamingja það
hefur verið Fríkirkjunni í Reykja-
vík að eiga á að skipa svo öruggum
og glæsilegum skipstjórnarmanni
sem Sigurði ísólfssyni, sem hefur
staðið í brúnni í fimm áratugi og
fylgst með öllu á ferðinni blessuðu
og góðu, vökulum augum, næmri
heyrn og hlýju hjarta.
Sigurður á sér því marga og
trygga aðdáendur og vini og sam-
starfsmenn. Alla tíð hefur hann
verið hjúasæll með afbrigðum á
söngloftinu; fáum organistum hef-
ur haldist betur á góðu söngfólki
en Sigurði. Söngurinn undir hans
stjórn hefur líka jafnan verið með
því besta, sem þekkist í bænum.
Og fólki hefur þótt gaman að
syngja með hinum tónvísa og
glaðlynda drengska^armanni, Sig-
urði Isólfssyni.
Hitt er jafnvíst, að meðal al-
mennra kirkjugesta og vina,
þeirra, er ekki syngja uppi á pall-
inum, hefur Sigurður átt margan
hollvin og meðhaldsmann gegnum
árin; það hefur margur lagt leið
sína í Fríkirkjuna á helgidegi af
þeirri ástæðu meðfram, að þar
átti hann vísan afburða hljóð-
færaleik og örugga söngstjórn.
Sigurður ísólfsson er því eitt
skýrasta dæmi, sem við eigum um
það, sem sumir höfundar hafa
haldið fram með réttu, sem sé að
organistinn á söngloftinu, þar sem
hann syngur á orgelið sunnudag
eftir sunnudag, kirkjuárið um
kring og lofar Drottin á hljóðfæri
sitt, hann er nákvæmlega jafnþýð-
ingarmikill ef ekki sýnu þýð-
ingarmeiri en presturinn, sem
flytur Guðsorðið frá altari og stól.
Það er nefnilega hægt að segja
með tónum og hljómlist og söng
svo margt og margt, sem örðugt er
að koma orðum að í venjulegu
mæltu máli, en hjartað skilur; þar
sem orðunum sleppir, þar tekur
hljómlistin við. Og það sem prest-
arnir allir, sem Sigurður hefur
starfað með öll 54 árin sín bless-
unarríku, hafa ef til vill ekki getað
komið orðum að, þótt þeir væru
allir af vilja gerðir, það hefur Sig-
urður ísólfsson mótað í margvís-
legum hendingum og hljómum
meistaranna góðu, sem hann hef-
ur túlkað af svo mikilli hollustu og
glæsibrag, og hann hefur bætt við
í flutningnum sinni stóru og
björtu sál, sínu stóra og hlýja
hjarta, sem er fullt af mannlegri
reisn og kærleika og góðvild í garð
annarra manna.
Einhvern tíma var sagt, að góð-
ur tónlistarmaður þyrfti að vera
gáfaður, áhugasamur um sérhvað
mannlegt, kunnugur göfugustu
hugsunum þjóðanna fyrr og nú,
læs á bókmenntir þeirra fornar og
nýjar, gæddur innsæi, næmi og
skarpskyggni á samtíð og sögu,
góðviljaður, kærleiksríkur og öf-
undlaus; en ef hann skorti eitt-
hvað eitt af þessu, þá megi heyra
það á hverjum einasta tóni, sem
hann leikur. Af kynnum mínum
við organistann okkar í Fríkirkj-
unni hefur mér orðið fullkomlega
ljóst, að það eru fyrst og fremst
eðlisþættir hins sanna tónlistar-
manns, sem gert hafa hann að
þeim afburða kirkjuorganista,
sem hann er skilningur hans.
trúarhiti, næmi og stórhugur. I
sem fæstum orðum: Þetta er mað-
ur á háu plani. Hann hefur alltaf
verið brennandi í andanum og
aldrei sparað neina fyrirhöfn til
þess að tónlistin í Fríkirkjunni
mætti vera fyrsta flokks. Andi
þessa prédikara orgelsins hefur
mótað og merkt þá tilbeiðslu og
þann lofsöng, sem fluttur hefur
verið í Fríkirkjunni Guði til dýrð-
ar. Og fyrir það er söfnuðurinn
allur Sigurði ísólfssyni innilega
þakklátur og þær þakkir eru færð-
ar hér í fátæklegum orðum, um
leið og Sigurði og fjölskyldu hans
er beðið blessunar Guðs í bráð og
lengd.
Gunnar Björnsson,
fríkirkjuprestur.
GEÐVERNDARFELAG ISLANDS
FULLGILT ÖRYRKJABANDALAGSFÉLAG
PÓSTGÍRÓ 3-4-5-6-7-9
Dregið verður 15. júli 1983
ATHUGID AHUGAVERDAVINNINGA
newspaper:morgunblaÐiÐ lang:is arconada
Tweet