30
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982
Luis Miguel Arconada:
HM-keppnin var upp
á líf og dauða fyrir
spænsku leikmennina"
Luia Arconada, spænski landsliðsmarkvörðurinn, ásarat börnum sínum
tveimur.
Fri Helgu Jónadóttur frétUriUra Mbl. i Burgo
'HANN hafði heitið sjálfum sér að
gleyma HM í sumarfríinu. Minnast
ekki á keppnina fyrr en hinni hörðu
gagnrýni hafði linnt svolítið og hætt
yrði að hella sköramunum yfir
spænska landsliðið.
Luis Miguel Arconada, mark-
vörður spænska landsliðsins í
knattspyrnu, kom til Calonge á
Costa Brava mánudaginn 12. júlí
og tilkynnti þegar í stað umsjón-
armanni lúxusíbúðanna Eden
Mar" að hann vildi ekki fá til sín
nein dagblöð.
Svipaða aðvörun fékk eigandi
veitingahússins El Raco", þar
sem Arconada borðaði stuttu eftir
komuna. Hann reyndi að vekja
sem minnsta athygli. Ekki fékk
Arconada óskir sínar uppfylltar.
Það var ekki hjá því komist að
ræða um HM enda á allur æsingur
og uppþot spænskra fjölmiðla
þessar vikurnar rætur sínar að
rekja til keppninnar.
í viðtali við spænska tímaritið
Cambio 16" segir Arconada:
Aldrei í lífinu hef ég þurft að líða
svona þunga reynslu eins og rit-
deilurnar vegna frammistöðu
spænska landsliðsins á HM." Arc-
onada heldur áfram þungur á
brún: Þetta með sokkana og
hann stynur sáran hefur sér-
staklega verið til skammar. Það að
ég vildi nota hvíta sokka eins og
ég hef alltaf gert, þar sem hvítir
sokkar eru lukkutákn fyrir mig,
þótti nægileg ástæða til forsíðu-
fregnar blaðanna.
Fyrir heimsmeistarakeppnina
var Arconada álitinn einn besti
markvörður Evrópu. Núna eftir
keppnina rignir yfir hann harðri
gagnrýni úr öllum áttum og efast
er um hæfni hans sem mark-
manns.
Arconada segir að áður hafi
hann ekki verið svo góður né nú
svo lélegur. Lánið lék einfaldlega
ekki við okkur. Við erum mannleg-
ir. Það á að dreifa gagnrýninni
meira." Santamaria? Allt í lagi."
Hann reynir að komast hjá því að
svara. Síðan lætur hann þá skoðun
í ljós að lið það sem spænski
landsliðsþjálfarinn stefndi fram
væri hvorki það heppilegasta né
það besta.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
Arconada eyðir sumarfríi sínu á
Costa Brava. Honum líst vel á
staðinn; segir að hann sé tilvalinn
til þess að slappa af og gleyma
HM við hlið konu sinnar og
tveggja barna.
Vera með fjölskyldunni, taka
sér sundsprett, leika tennis, sofa
mikið og sigla" eru einu áform
Arconada þessa dagana.
Sú stund kemur að hugsa þarf
aftur um knattspyrnu og æfingar,
en alls ekki núna. Ekki til að tala
um. Fyrir aðra leikmenn lands-
liðsins þýddi keppnin líf eða
dauða. Eg er bara enn einni
reynslunni ríkari. Hér er um að
ræða liðinn atburð, og það þýðir
ekki að fást um það sem liðið er.
Lífið heldur áfram."
Arconada er markvörður og
fyrirliði Spánarmeistara Real
Sociedad, sem leika á við Víking í
fyrstu umferð Evrópukeppni
meistaraliða dagana 15. og 22.
september nk. Arconada hóf æf-
ingar á nýjan leik með félagi sínu
2. ágúst. Að öllu forfallalausu
gefst íslenskum knattspyrnuunn-
endum tilvalið tækifæri til að
fylgast með" honum verja mark
andstæðinga Víkinga. Vegna
þessa væri allt í lagi þótt hann
sýndi ekki hæfni, sem tilheyrði
einum besta markverði Evrópu.
Bæjarkeppni í tennis:
Kópavogur lagði
Akureyri naumlega
FYRSTA bæjarkeppnin sem haldin
hefur verið hér á landi í tennis fór
frani á Akureyri laugardaginn 24.
júlí. Áttust þar við lið heimamanna
og lið frá Kópavogi. Gestirnir sigr-
uðu naumlega, 32, eftir jafna og
spennandi keppni.
Fimm keppendur voru í hvoru
liði, og keppti hver þeirra einn
leik. Lið Kópavogs skipuðu:
Christian Staub, Hjálmar Aðal-
steinsson, Kristján Baldvinsson,
Eyjólfur K. Eyjólfsson og Arnar
Arinbjarnar, en þeir eru allir í
tennisdeild Í.K. í liði Akureyrar
voru Ole Sonne, Kári Árnason,
Haukur Jóhannesson, Hörður
Þórleifsson og Pétur Ringsted.
Pétur Ringsted byrjaði á því að
sigra Eyjólf 60 og 63, en
Kópavogsmenn jöfnuðu metin í
næsta leik er Kristján sigraði
Hörð 4-6, 6-4, 6-5. Haukur Jó-
hannsson tók síðan forystuna á ný
fyrir Akureyri er hann lagði Arn-
ar að velli, 63 og 65, en í fjórða
leiknum lagði Hjálmar Kára 61,
36 og 64, þannig að staðan í
bæjarkeppninni var jöfn fyrir síð-
asta leikinn. Hann léku þeir Ole
Sonne og Christian Staub.
I byrjun leiksins lék Ole á fullu
og komst í 30, en Christian náði
síðan forystu og sigraði 63.
Annað sett leiksins var mun jafn-
ara en það fyrra og spiluðu báðir
mjög vel. Sigraði Christian 86
eftir mjög skemmtilegan og tví-
sýnan leik, sem stóð í rúmlega tvo
tíma, og tryggði Kópavogi sigur
32.
í ráði er að halda þessa bæjar-
keppni árlega hér eftir.
Santamaria leystur
frá þjálfarastörfum
Kantamaria, spænski einvaldurinn
fyrrverandi.
SPÆNSKA knattspyrnusambandið
rak nýverið frá störfum landsliðs-
þjálfarann Jose Emilio Santamaria,
en spænska liðið þótti leika afar illa
á HM-keppninni sem fram fór á
Spáni og lauk í síðasta mánuði með
sigri ítala. Margir sérfræðingar
töldu Spánverja í hópi sigurstrang-
legri þjóðanna, en þeir stóðu síðan
síður en svo undir þeim spádómum.
Sá sem tekur við af Santamaria
er hinn 60 ára gamli Miguel Mun-
oz, sem lék á sínum tíma í tíu ár
með Real Madrid og þjálfaði þar
síðan 16 ár í viðbót. Hann sagði að
ráðningin hefði haft gífurleg áhrif
á sig: Þetta er eins og að hefja
feril sinn á nýjan leik og ég geri
mér miklar vonir um góðan árang-
ur." Munoz er ráðinn til tveggja
ára í senn.
Norway Cup"
Leiö yfir tugi manna
í norsku hitabylgjunni
Júgóslavarnir rændir
og töpuðu svo í þokkabót
Júgóslavneska knattspyrnuliðið
Dinamo Zagreb fór ekki beint
frægðarför til Los Angeles fyrir
skömmu. Meðan liðið var að leika
gegn Mexikönsku liði á háskóla-
leikvangi nokkrum gerðist það, að
einhver óprúttinn eða óprúttnir,
komust inn i 9 hótelherbergi Júgó-
slavanna og létu greipar sópa um
JttornunpTnpiíi
eigur þeirra. Lásarnir á herbergjun-
um voru dýrkaðir upp sérlega fim-
lega og hurfu verðmæti sem voru
talinn á um 1200 dollara virði. Þýfið
var afar blandað, stolið var rakspíra,
myndavélum, klukkum, útvörpum,
fatnaði, gleraugum, auk gjaldeyris.
(>g til að snúa hnífnum i sárinu, þá
tapaði Dinamo leiknum 0-1!
Geysilega umfangsmikið
knattspyrnumót stendur yfir í Nor-
egi um þessar mundir, svokallað
Norway Cup", en það er talið vera
fjólmennasta knattspyrnumót sem
fram fer ár hvert. Fjöldi liða frá öll-
um heimshornum taka þátt í mótinu
og eru keppendur sagðir vera 22.000
talsins. Af mótinu er það helst að
frétta, að flestir leikirnir hafa farið
fram i mikilli hitabylgju sem gengið
hefur yfir Norðurlöndin. Hefur hit-
inn farið í 35 stig þegar mest hefur
verið og hafa keppendur þolað álag-
ið mjög misjafnlega. Síðast er frétt-
ist höfðu 55 leikmenn misst meðvit-
und í hitanum og átta sjúkraliðar
sömuleiðis er peir veittu tilhlýðilega
aðstoð.
Bekkelaget heitir hið hugrakka
félag sem skipuleggur mót þetta.
Talsmenn þess sögðu, að fyrsta
daginn, er fyrstu 750 knattspyrnu-
leikirnir hefðu farið fram, hefðu
krakkarnir innbyrt 90.000 flöskur
af svaladrykkjum. Norway Cup"
á tíu ára afmæli að þessu sinni, en
það er mót fyrir krakka á aldrin-
um 13-19 ára. í fyrra var ausandi
rigning framan af mótinu, en nú
er sagan önnur. Alls voru 21 sól-
ardagur í Osló í júlí og væri gam-
an ef Reykvíkingar gætu státað af
sambærilegu.
Mennea gat ekki setiö á sér
(prðltir
ítalski spretthlauparinn heims-
frægi Pietro Mennea er nú byrjaður
að æfa af krafti á nýjan leik, en
þessi stórsnjalli hlaupari dró sig
annars í hlé eigi alls fyrir löngu og
ætlaði þá að eigin sögn aldrei að
keppa framar. Eg var orðinn lúinn
á þessum endalausu mótum og
fannst ég ekki hafa að neinu að
keppa lengur. En ég fann fljótlega
að þetta var of djúpt í mér, ég fór að
sakna hlaupabrautanna og mótanna
og hef hug á að keppa eins mikið og
ég framast get á næstunni," sagði
Mennea í samtali við AP í gær. Talið
í Frlðlsar lurúlllr
er vel hugsanlegt, að hinn 30 ára
gamli Mennea verði í landsliði ítala
í Evrópukeppni landsliða sem fram
fer í Aþenu í næsta mánuoi.
Viking með forystu
NORSKA deildarkeppnin í knatt-
spyrnu hófst á ný um síöustu helgi
eftir eins mánaðar sumarhlé og var
tólfta umferðin þá á dagskri. Vík-
ingur frá Stavangri hélt þá foryst-
unni með því að sigra Frederikstad
20. Liðið sem var í 2. sætinu áður
en sumarhléið hófst, Mjöndalen, féll
niður í 3. sætið eftir 24-tap á
heimavelli gegn Lilleström. Sæti
þeirra tók meistaralið síðasta keppn-
istímabils, Vaalerengen, sem gerði
jafntefli við Start, 11, á heimavelli
sínum. Víkingur hefur nú 16 stig,
Vaalerengen hefur 14 stig og Mjön-
dalen einnig 14 stig, en lakari
markatölu. Sogndal er neðst með 7
stig, Moss hefur 9 stig og Molde 10
stig.
newspaper:morgunblaÐiÐ lang:is arconada
Tweet